Tilhögun kennslunnar

Kennslan er einstaklingsmiđuđ, ţá er kennari međ einn nemanda í kennslu í einu.

Almennt er byrjađ ađ ţjálfa grunnatriđin, samhćfni o.fl. Kennslustađur í byrjun er oftast Ásbrú. Ţar eru heppilegar ađstćđur til ađ byrja. Misjafnt er hve langur tími fer í ţessa ţjálfun, oft um 4-6 ökutímar.

Međ aukinni leikni fćrist kennslan fyrst í Innri Njarđvík og síđan Ytri Njarđvík og ađ lokum Keflavík en ţar eru ađstćđur mest krefjandi.

Einnig er ekiđ á Reykjanesbraut og til nćrliggjandi sveitarfélaga, ţ.e. Sandgerđis og Garđs.

Algengt er ađ nemendur taki um 20 ökutíma en ţađ er vitanlega einstaklingsbundiđ. Nám í ökuskóla er tekiđ samhliđa kennsluakstri.

Ekki er fariđ til Reykjavíkur nema ţess sé sérstaklega óskađ enda eru sambćrileg umferđarmannvirki til hér suđurfrá ţótt í minna mćli sé.


Almennar upplýsingar!

ágúst2010 026

Ökunám er námsferli sem í mörgum tilvikum stendur yfir í eitt ár og jafnvel lengur.  

Mikilvćgt er ađ vel takist til í ökunáminu svo neminn temji sér jákvćđa umhverfisvitund, ábyrga aksturshćtti og tillitssemi í umferđinni.  En ţađ eru eftirsóknarverđir eiginleikar allra góđra ökumanna.

Akstur getur veriđ skemmtilegur og honum fylgir ákveđiđ frelsi til athafna en aksturinn felur einnig í sér ákveđnar skyldur og ábyrgđ gagnvart umhverfinu og samferđamönnum í umferđinni. 

Í starfi mínu sem ökukennari legg ég metnađ minn í ađ stuđla ađ ábyrgum akstri og jákvćđu viđhorfi nemans til aksturs og umferđarmenningar. Einnig er mikilvćgt ađ ţjálfa sk. vistakstur og virkja vitund ökunema á mikilvćgi ţess ađ draga úr mengun og eldsneytiseyđslu í akstri eins og kostur er.  Slík viđhorfamótun er afar mikilvćg og til ađ vel takist til er nauđsynlegt ađ heimilin taki ţátt í ţessari viđhorfamótun m.a. međ ţví ađ gefa gott fordćmi hvađ aksturslag og viđhorf varđar.

Mikilvćgt er ađ ökuneminn hafi jákvćđar fyrirmyndir í umferđinni ţví líklegt er ađ hann temji sér ţađ aksturslag, umferđarvitund og viđhorf sem fyrir honum er haft.  Ţetta á reyndar viđ um alla viđhorfamótun í uppeldi barna og ungmenna.  

Skarphéđinn Jónsson ökukennari

Netfang (tölvupóstur): sk.jonsson@gmail.com 

Símar: 456-3170 og 777-9464


Verđskrá ökukennara

Verđskrá ökukennara er misjöfn. Eftirfarandi er verđskrá undirritađs:

Verđskrá: 

Kennslustund í bíl (akstur):  Ein kennslustund (45 mín.) 9.500 kr.

Bifreiđ í ökuprófi:  8.000 kr.

Sé kennslustund lengri eđa skemmri en 45 mínútur sem stundum er ţá er verđiđ hlutfallslegt. 

 

Greiđslufyrirkomulag:

Geiđslufyrirkomulag er samkomulagsatriđi en almennt er gert ráđ fyrir uppgjöri eftir 5 tíma og svo eftir 10 tíma (og/eđa viđ upphaf ćfingaaksturs) og svo í lok námsins.  Ef greitt er jafnóđum ţá er gjaldiđ 9000 kr tíminn.

 

Gjaldskrá fyrir akstursmat: 

Verđ 9.000 kr. stgr.

 

 


Ökupróf

i_logo_new ÖÍAlmenn próflýsing: 

Námsheimild sem nemendur ţurfa ađ sćkja um hjá sýslumanni í upphafi ökunáms gildir sem heimild til próftöku ţegar ţar ađ kemur, sé öđrum atriđum fullnćgt. Ţegar sótt er um námsheimild ţá skal viđeigandi eyđublađ útfyllt og skilađ til sýslumanns, góđri passamynd skilađ inn og 3300 kr gjald greitt. Um er ađ rćđa greiđslu fyrir ökuskírteiniđ.

Ökupróf skiptist í tvo hluta; frćđilegt próf (skriflegt/bóklegt próf) og verklegt próf. (munnlegt próf og aksturspróf).
Frćđilega prófiđ skal taka fyrst.  Standist próftaki ekki próf má hann ekki reyna viđ próf ađ nýju fyrr en ađ viku liđinni. Nemi má endurtaka próf svo oft sem nauđsyn krefur, hins vegar ţarf ađ greiđa fullt gjald (nú 3800 kr) til Frumherja fyrir hverja tilraun.  
Ađ loknu prófi tilkynnir prófdómari próftaka hvort hann hafi stađist prófiđ.  Frammistađa próftaka á prófi er metin til stiga.
Skriflegt próf má ekki fara fram fyrr en í fyrsta lagi tveimur mánuđum áđur en umsćkjandi fullnćgir aldursskilyrđum til ađ fá útgefin ökuréttindi. Skriflega prófiđ missir gildi ef verklega prófiđ er ekki tekiđ innan sex mánađa.
Verklegt próf skal ekki fara fram fyrr en í fyrsta lagi einni viku áđur en umsćkjandi fullnćgir aldursskilyrđum til ađ fá útgefin ökuréttindi.  Ef sérstakar ađstćđur eru fyrir hendi má prófiđ fara fram allt ađ tveimur vikum áđur en tilskildum aldri er náđ. Próftaki má reyna eins oft viđ próf og hann ţarf en borga ţarf próftökugjald til Frumherja fyrir hverja tilraun (nú 9400 
kr).

 

 

Frćđilegt próf (skriflegt/bóklegt próf):  

Heimilt er ađ ţreyta skriflegt próf eftir a.m.k. 14 verklega ökutíma. Nemi skal einnig hafa tekiđ Ö1 og Ö2 (má vera búinn međ Ö3). Próftakan kostar 3800 kr. og er gjaldiđ greitt á prófstađ (eđa fyrirfram á starfsstöđ Frumherja). Ef próftaki stenst ekki próf er honum heimilt ađ endurtaka prófiđ, en a.m.k. vika verđur ađ líđa á milli prófa. Endurtektarpróf ţarf ađ panta símleiđis hjá Frumherja. Skriflegt próf má taka mest tveimur mánuđum áđur en próftaki hefur aldur til ađ öđlast ökuréttindi. Frćđileg próf eru lögđ fyrir nemendur í skátaheimilinu viđ Hringbraut, skammt frá sýslumanni á miđvikudögum kl. 9:00.  Prófiđ er krossapróf sem samanstendur af 30 spurningum, hver međ ţrjá valkosti. Fleiri en einn valkostur getur veriđ réttur viđ hverri spurningu. Verkefniđ skiptist í A-hluta og B-hluta, 15 spurningar í hvorum hluta. Villa telst vera ef kross vantar eđa honum ofaukiđ.

Próftaki stenst ekki prófiđ ef hann gerir fleiri en tvćr villur í A-hluta eđa fleiri en sjö villur í heild m.ö.o. 43 stig af 45 í A-hluta eđa 83 stig af 90 í heild. Próftaki fćr allt ađ 45 mínútur til ađ leysa verkefniđ. 

Í skriflegu prófi er spurt um atriđi er varđa umferđarlöggjöf, viđurkennda aksturshćtti, bifreiđina, mannlega ţćtti og viđbrögđ á slysstađ.  Mćlt er međ ţví ađ ökunemi ćfi próftöku á netinu, á heimasíđum tryggingarfélaga, Umferđarstofu, hjá ÖÍ og víđar eru netpróf sem ökunemar ćttu ađ skođa vel.  Góđur undirbúningur, ţ.e. lestur kennslubókar, yfirferđ verkefna og skođun netprófa skilar sér í betri árangri á prófinu.  Nemendur međ annađ móđurmál en íslensku geta flestir fengiđ próf á sínu móđurmáli.


Verklegt próf: 

Heimilt er ađ ţreyta verklegt próf eftir a.m.k. 15 verklega ökutíma. Nemi skal einnig hafa tekiđ Ö1, Ö2 og Ö3.  Ţegar próftaki hefur stađist skriflegt próf er ökukennara heimilt ađ panta verklegt próf  fyrir nemann (verđ nú 10400 kr). Verklegt próf er tekiđ á ţeirri kennslubifreiđ sem neminn hefur ćft sig á. Verkleg próf eru haldin frá skátaheimilinu viđ Hringbraut á ţriđjudögum, miđvikudögum og fimmtudögum. Próftíminn er um 45 mínútur, ţ.e. um 30 mín. í akstri og um 15 mín. í könnun á ţekkingu nemandans (munnl. próf).  Ef próftaki stenst ekki próf er honum bođinn annar tími, en a.m.k. vika verđur ađ líđa á milli prófa.Viđ aksturspróf skal prófdómari sitja viđ hliđ próftaka. Prófdómari skal ţví ađeins hafa afskipti af stjórn bifreiđar ađ umferđaröryggi krefjist. Hann skal eftir ţví sem unnt er láta próftaka afskiptalausan en fylgjast vel međ aksturháttum hans. Nauđsynlegar ábendingar og fyrirmćli ber prófdómara ađ gefa greinilega og í tćka tíđ ţannig ađ próftaka gefist ráđrúm til ađ skilja ţćr og framkvćma.

Af 100 stigum ţarf próftaki ađ ná 80 stigum til ađ standast aksturspróf. 
 

Munnlegt próf: 

Munnlegt próf fer fram viđ sama tćkifćri og neminn tekur verklega prófiđ. Tilgangur munnlegs prófs er ađ komast ađ raun um hvort próftaki hafi ţá ţekkingu á gerđ og búnađi bifreiđar ađ hann geti haldiđ henni ţannig viđ ađ ekki verđi um óeđlilegar bilanir ađ rćđa sem auka verulega rekstrarkostnađ hennar eđa gera hana óörugga í akstri. Einnig ađ hann geti greint galla eđa bilanir er fram kunna ađ koma og verulegu máli skipta um öryggi.
Munnlegt próf er lagt fyrir próftaka í eđa utan viđ bifreiđ á undan akstursprófi. Í munnlegu prófi skal spyrja próftaka um mćlaborđ (gaumljós o.fl.), öryggisbúnađ, stjórntćki, vél og vagn.

Af 100 stigum ţarf próftaki ađ ná 60 stigum til ađ standast munnlegt próf. 

 

Undirbúningur fyrir frćđilegt próf: Taka ökupróf á netinu, (t.d. aka.is og samgongustofa.is) lesa námsbók, ţekkja vel öll umferđarmerki, rćđa viđ ökukennara o.fl.

Undirbúningur fyrir verklegt próf: Ćfa akstur vel, bćđi ökukennslubíl og heimilisbifreiđ í ćfingaakstri.  Rćtt viđ ökukennara, leiđbeinanda međ ćfingaakstri og lesa námsbók o.fl.

Undirbúningur fyrir munnlegt próf: Rćđa viđ ökukennara og leiđbeinanda. Fara vel yfir vél, stjórntćki, gaumljós, međferđ bifreiđa o.m.fl.
 


 

 

 


Akstursmat

ágúst2010 016Ţegar ökunemi nćr ökuprófi fćr hann svokallađ bráđabirgđaskírteini sem gildir í allt ađ ţrjú ár.  Ökumađur getur fengiđ fullnađarskírteini hafi hann haft bráđabirgđaskírteini samfellt í 12 mánuđi og ekki fengiđ punkta í ökuferilsskrá sína ţann tíma. Til ađ fá fullnađarskírteini ţarf neminn ađ gangast undir svokallađ akstursmat hjá ökukennara.

Markmiđ međ akstursmati er ađ ökumađur geri sér grein fyrir hćfni sinni og getu í umferđinni m.t.t. umferđaröryggis. Allflestir ökukennarar framkvćma akstursmat.  Matiđ tekur um 40-50 mín.  

 

Kostnađur viđ akstursmat

Akstursmat kostar kr. 9.000. 

 


Áćtlađur kostnađur viđ ökunámiđ:

Hér á eftir er tafla sem sýnir áćtlađan heildarkostnađ viđ ökunámiđ miđađ viđ lágmarksfjölda ökutíma, verđskrá undirritađs, kostnađ viđ próf hjá Frumherja og algenga verđskrá ökuskóla.  Hafa skal í huga ađ heildarkostnađur getur veriđ hćrri en hér greinir.

Áćtlađur lágmarkskostnađur viđ ökunámiđ:   
Verkleg kennsla (akstur)  1)

135.000

   
Ökuskóli-1 + námsgögn  2)

15.000

   
Ökuskóli-2  3)

15.000

   
Ökuskóli-3  4)

39.000

   
Ökuskírteini / sýslumađur  5)

3.300

   
Ökuskírteini / mynd  6)

3.500

   
Bókl. próf / Frumherji  7)

3.300

   
Verkl. próf / Frumherji  8)

9.000

   
Verkl. próf / bifreiđ  9)

9.000

   
Samtals:232.100   
     
Skýringar:    
1. Miđađ er viđ 15 tíma (sem er lágmark), tímagj. er 9.000 kr.   
2. Algeng. gjaldskrá Ö1 
3. Algeng gjaldskrá Ö2  
4. Námskostnađur í Kennslumiđstöđ Ökukennarafélags Íslands 
5. Gr. til sýslumanns (lögreglustjóra) ţegar sótt er um námsheimild 
6. Algengur kostnađur viđ myndatöku   
7. Gjald sem Frumherji innheimtir v. bókl. prófs   
8. Gjald sem Frumherji innheimtir v. verklegs prófs   
9. Gjald vegna notkunar á kennslubifreiđ í verklegu prófi  

Ökunámsbók

ökunámsbókÍ upphafi ökunáms afhendir kennari nemanum svokallađa ökunámsbók.  Í ţá bók eru fćrđar upplýsingar um framvindu námsins s.s. fjölda, dagsetningu og lengd ökutíma.  Einnig er unnt ađ merkja viđ ţá námsţćtti sem unniđ hefur veriđ međ. 

Allar upplýsingar um ćfingaakstur eru fćrđar inn á sérstaka síđu, ökuskólar fćra inn stađfestingu á skólasókn og fleira mćtti telja.  Ökunámsbókin er ţví stađfesting og vitnisburđur um námsframvindu nemans.

Nauđsynlegt er ađ neminn hafi bókina ávallt međferđis í ökutímum svo og í ökuskóla og prófum.  Einnig verđur hún ađ vera međferđis í ćfingaakstri.


Ökuskóli

ágúst2010 021Samhliđa verklegri ţjálfun og námi hjá ökukennara skulu nemendur einnig sćkja bóklegt nám. Bóklegt nám fer fram í ökuskólum í námskeiđsformi eđa á netinu Námskeiđin eru alls ţrjú, sem kölluđ eru Ö1, Ö2 og Ö3. 

Ökuskóla eitt (Ö1) skulu nemendur sćkja í upphafi náms og áđur en ţeir hefja ćfingaakstur.  Um er ađ rćđa 12 stunda námskeiđ.  Námsţćttir eru m.a. Ökutćkiđ, vegurinn, umferđin, lög og reglur, umferđarmerki.  Ökuskóli eitt er einkum tekinn á netinu.

Ökuskóla tvö (Ö2) skulu nemendur sćkja áđur en ţeir fara í bóklega prófiđ.  Um er ađ rćđa 10 stunda námskeiđ.  Námsţćttir eru m.a. Mannlegir ţćttir, ábyrgđ ökumanna o.fl. Ökuskóli tvö er einkum tekinn á netinu.  

Ökuskóla ţrjú (Ö3) skulu nemendur sćkja undir lok námstímans.  Nemendur ţurfa ađ hafa lokiđ a.m.k. 12 verklegum kennslustundum hjá ökukennara og hafa bćđi sótt Ö1 og Ö2.  Um er ađ rćđa 5 stunda námskeiđ, ţar af eru tvćr stundir verklegar og 3 stundir bóklegar. Ţar er fjallađ um  áhćttu, áhćttumat, akstur viđ erfiđ skilyrđi o.fl. Ökuskóli ţrjú er ekki í bođi á netinu, nemendur sćkja námskeiđ ökuskóla ţrjú í Hafnarfjörđ.

 


Ćfingaakstur međ leiđbeinanda

ćfkennsla merki

Nemanda sem hlotiđ hefur nauđsynlegan undirbúning hjá ökukennara er heimilt ađ ćfa akstur bifreiđar međ leiđbeinanda í stađ ökukennara, enda hafi leiđbeinandinn fengiđ til ţess samţykki ökukennara og leyfi lögreglustjóra/sýslumanns og tryggingarfélags ökutćkis. Engum má veita leyfi sem leiđbeinandi nema hann:

  1. hafi náđ 24 ára aldri
  2. hafi gild ökuréttindi til ađ stjórna ţeim flokki ökutćkja sem ćfa á akstur međ og hafi a.m.k. fimm ára reynslu af ađ aka ţannig ökutćki,
  3. hafi ekki á undangengnum tólf mánuđum veriđ án ökuskírteinis vegna ökuleyfissviptingar eđa veriđ refsađ fyrir vítaverđa aksturshćtti. 

 


Kennslubifreiđ: Kia Soul árg. 2017

IMG_2724


 

 

 

 

 

 

 

Ökukennslubifreiđin er af gerđinni Kia Soul árg. 2017.  Kia er mjög lipur og ţćgilegur bíll sem hentar vel í ökukennslu.

 

 

 

 

 

 


Ökukennsla - ferill náms

okunamid-skref2Heimilt er ađ hefja ökunám til B-réttinda (alm. ökuréttindi) ţegar neminn er orđinn 16 ára.  

Fyrst er sótt um náms-heimild til sýslumanns.

Ţegar námsheimild liggur fyrir tekur neminn a.m.k. 10 verklegar kennslustundir hjá ökukennara, oft á nokkrum vikum.  Samhliđa akstri fer hann í Ökuskóla eitt.  Í fyrstu tímunum er einkum unniđ međ ţjálfun stjórntćkja og samhćfingu.  Síđar er fariđ í flóknari umferđarađstćđur.  Í ökutímunum er einnig rćtt um umferđarhegđun, umferđarmerki, lög og reglur o.m.fl.

Flestir velja ţann kost ađ fara ţví nćst í ćfingaakstur međ leiđbeinanda, ćfingaaksturinn getur stađiđ yfir í nokkuđ langan tíma, oft u.ţ.b. ár. Í lok ćfingaaksturstímans er heppilegt ađ taka Ökuskóla tvö.

Ţegar styttist í ţann tíma ţegar nemandinn hyggst ljúka náminu ţá eru teknir nokkrir verklegir ökutímar hjá ökukennara.  Svo er fariđ í Ökuskóla ţrjú. 

Ađ ţví loknu gengst nemandinn undir skriflegt og verklegt/munnlegt próf hjá Frumherja.

Ţegar nemi hefur haft bráđabirgđaökuskírteini í samfellt 12 mánuđi getur hann gengist undir akstursmat og fengiđ fullnađarskírteini.

Ferill náms í grófum dráttum:

Námsheimild
Ökutímar og ökuskóli 1
Ćfingaakstur og ökuskóli 2
Ökutímar og ökuskóli 3
Bóklegt og verklegt próf
Akstursmat eftir 12 mánuđi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband